PÁLL STEFÁNSSON

Páll Stefánsson, dýralæknir.

Páll Stefánsson, stofnaði Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. með dýralæknunum Lars Hansen og Sigurði Inga Jóhannssyni þann 1. jan. 1996 og sinnti þá almennum dýralækningum á Suðurlandi.

Dýraspítalinn á Stuðlum, sem seinna varð miðstöð Dýralæknaþjónustu Suðurlands, var stofnaður árið 1992 og síðan stækkaður og endurbættur árið 2000, fyrir þjónustu við smádýr og hross.

Páll sinnir almennum dýralækningum auk þess að vera sérhæfður í skurðlækningum á hrossum. Auk þess tekur hann að sér sæðingar á hryssum og sér einnig um sæðistöku á Sauðfjárræktarstöð Suðurlands.