Fóðurbætir fyrir hross frá Biofarm

Black Horse Premium – Fóðurbætir fyrir hross frá Biofarm

Við flytjum inn og seljum fæðubótarefni fyrir hross frá Biofarm í Finnlandi. Um er að ræða mismunandi samsetningar steinefna og vítamína sem koma að góðum notum við að meðhöndla og fyrirbyggja efnaskort af ýmsu tagi, eða til að byggja upp hross aftur eftir erfið veikindi. Einnig er nauðsýnlegt að huga sérstaklega að vítamínum og steinefnum við fóðrun keppnishrossa og kynbótahrossa, og í Black Horse Premium línunni frá Biofarm er oftast hægt að finna réttu fæðubótarefninn fyrir hvern hest. Biðjið endilega um ráðgjöf dýralækna okkar þegar þið litið við á Stuðlum. Vörurnar eru einnig seldar í hestavöruversluninni Baldvin og Þorvaldur á Selfossi.

Black Horse Premium Ferrimax
Inniheldur járn, kopar, sink, selen, B-, C- og E-vítamín. Fyrir hross í keppni, eftir sjúkdóm, við þreytu og vægt blóðleysi. Inniheldur 33 mg/kg Fe (járn) sem kelat (sérstaklega aðgengilegt fyrir likamann).

Black Horse Premium Biomet
Bíotín, sink og methionín fyrir betri hófvöxt, feld og húð.

Black Horse Premium Amino-Booster
Sneisafullt af amínosýrum, vítamínum og steinefnum. Fyrir reiðhesta í uppbyggingu (t.d. sundþjálfun) eða í harðri þjálfun/keppni. Stuðlar að góðri uppbyggingu vöðva og þols.

Black Horse Premium Cartivet
Inniheldur glúkósamín, chondroitínsúlfat, methíonín, C-, D- og E-vítamín. Fyrir hesta með spatt eða önnur liðavandamál, einnig fyrirbyggjandi fyrir hesta í harðri þjálfun.

Black Horse Premium Stressless
Innihledur m.a. Amínosýruna tryptofan. Getur haft slakandi áhfif á spennta og stressaða hesta.

Black Horse B-Sweet
B-vítamínblanda. Fyrirbyggjandi og styrkjandi við sérstakt álag eða eftir veikindi. Gott fyrir húð og feld, mælt með tveggja vikna kúr í kringum hárlos á vorin. Getur haft lystaukandi áhrif.

Milka E-vítamín
Selen og E-vitamín. Við selenskort (hvítvöðvaveiki). Gott fyrir ungviði og folaldsmerar og til að bæta lélegt fóður (eldra hey) og einnig fyrir hross sem fá eingöngu hey. Getur bætt frjósemi.

Black Horse Hörfæolía
Hörfræolía samanstendur úr línól- og línólensýru (Heil 60% omega3!). Styrkir húð, bætir ofnæmisvörn frumna, gott fyrir liði undir álagi. Fyrir hross með tilhneigingu til að fá múkk, holdhnjúska eða kláða. Gefur fallegan feld. Hægt að gefa stærri skammta til að drýgja kraftfóðurgjöf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *